Húsnæðisstofnun ríkisins
Laugardaginn 05. maí 1990


     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Hér er um þetta að tefla, eins og segir í tillögunni: ,,Heimilt er húsnæðismálastjórn að veita sérstök lán til allt að þriggja ára til þeirra sem eiga í verulegum erfiðleikum með útborgun ef um er að ræða sérstaklega erfiðar fjölskyldu- eða fjárhagsástæður.`` Þetta ákvæði er í gildandi lögum. Það er gert ráð fyrir því að það falli brott í frv. Við sjálfstæðismenn höfum staðið í þeirri meiningu og trú að það væri hlutverk Byggingarsjóðs verkamanna að hjálpa fólki sem svona stendur á fyrir og það er mjög athyglisvert ef það er niðurstaða hér í deildinni hjá meiri hl. þessara svokölluðu félagshyggjuflokka að þetta skuli falla brott og ekki eigi að hjálpa fólki þegar svona stendur á. Ég segi já.