Skipan prestakalla
Laugardaginn 05. maí 1990


     Frsm allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Á þskj. 1290 flyt ég brtt. við frv. til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og um starfsmenn þjóðkirkju Íslands.
    Ég boðaði þessa brtt. við 2. umr. málsins en hún hljóðar svo:
    ,,Við 6. tölul. ákvæðis til bráðabirgða bætist nýr málsl. svohljóðandi: Þó skal ráðherra láta nú þegar athuga hvort hagkvæmara sé að Árness-, Hólmavíkur- og Prestsbakkaprestaköll í Húnavatnsprófastsdæmi færist til prófastsdæmis í Vestfjarðakjördæmi. Verði sú niðurstaða skal hann leggja fram frv. til laga um þá breytingu á næsta Alþingi.``
    Tillagan hefur verið borin undir allshn. og er hún sammála tillögunni.
    Einnig hefur verið borin undir allsherjarnefndarmenn brtt. hv. þm. Kristins Péturssonar á þskj. 1254.
    Nefndin fellst á þau rök að það sé óeðlilegt að taka ákvæði um launamál inn í sérlög af þessu tagi og leggur því til að sú brtt. verði samþykkt.