Stjórn fiskveiða
Laugardaginn 05. maí 1990


     Sighvatur Björgvinsson:
    Herra forseti. Ég vil vekja sérstaka athygli á því, sem raunar hefur ekki farið fram hjá mörgum, að hv. 1. þm. Vestf. er fjarstaddur þessa atkvæðagreiðslu og eins atkvæðagreiðsluna eftir 2. umr. Hér er um mann að ræða sem hefur farið í forustu síns flokks í sjávarútvegsmálum, verið ráðherra þess flokks lengi og ávallt notið mesta álits. Það gerðist hins vegar eftir þingflokksfund flokksins í dag að hann féll frá því að taka þátt í umræðum um stjórn fiskveiða við 2. umr. og gekk af þingfundi og hefur ekki komið hér síðan. ( Forseti: Ég verð að vekja athygli hv. ræðumanns á því að hann er að gera grein fyrir atkvæði sínu.)
    Virðulegi forseti. Um leið og ég segi nei við þessa atkvæðagreiðslu vil ég vekja athygli á því sem ekki verður misskilið að með þessu háttalagi er hv. þm. að mótmæla afgreiðslum sem farið hafa fram í þingflokki Sjálfstfl. Ég segi nei.