Stjórn fiskveiða
Laugardaginn 05. maí 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson (um atkvæðagreiðslu) :
    Herra forseti. Þau undur og stórmerki hafa hér gert að tveir þingmenn hafa staðið upp og litið á það í sínum verkahring að gera grein fyrir afstöðu 1. þm. Vestf. í þessari atkvæðagreiðslu. Nú ætla ég að æra hans sé best geymd með því að svo sé álitið að þeirra umsögn falli dauð og ómerk en til þess verði vitnað sem hann hefur talað hér í þessari umræðu um þetta mál og komið hefur fram í því áliti sem hann hefur undirritað.