Þinglausnir
Laugardaginn 05. maí 1990


     Forseti Íslands (Vigdís Finnbogadóttir):
    Gefið hefur verið út svofellt forsetabréf:
    ,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:
    Alþingi, 112. löggjafarþing, lýkur störfum í dag, laugardaginn 5. maí 1990. Mun ég því slíta Alþingi í dag.

Gjört í Reykjavík, 5. maí 1990.


Vigdís Finnbogadóttir.

            
             Steingrímur Hermannsson.

Forsetabréf um þinglausnir.``

    Samkvæmt þessu bréfi sem ég nú hef lesið lýsi ég yfir því að þessu þingi sem nú hefur lokið störfum er slitið. Óska ég þingmönnum velfarnaðar, þjóðinni allra heilla og bið alþingismenn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum.