Ferill 51. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 51 . mál.


Nd.

282. Nefndarálit



um frv. til l. um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.

Frá meiri hl. allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Til viðræðna komu Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, Jón Thors, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneyti, og Þorgeir Örlygsson, formaður tölvunefndar og annar höfunda frumvarpsins. Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru í meðförum efri deildar. Einstakir nefndarmenn áskilja sér þó rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.
    Sighvatur Björgvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. des. 1989.



Jón Kristjánsson,


form., frsm.


Ólafur G. Einarsson,


fundaskr.


Friðjón Þórðarson.


Guðni Ágústsson.


Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.






Prentað upp.