Ferill 51. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 51 . mál.


Nd.

295. Breytingartillögur



við frv. til l. um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.

Frá minni hl. allsherjarnefndar (IBA).



1.        Við 4. gr. 3. mgr. falli brott.
2.        Við 5. gr. 2. mgr. falli brott.
3.        Við 7. gr. Orðin „eða tannlækni“ falli brott.
4.        Við 8. gr. Greinin orðist svo:
             Skráðar upplýsingar, sem falla undir ákvæði laga þessara, má ekki láta í té aðila sem telur sig þurfa slíkra upplýsinga við vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja nema hann hafi áður aflað sér dómsúrskurðar þar um.
5.     Við 9. gr.
        a.     Orðið „ástæðulausrar“ í fyrri málsgrein falli brott.
        b.     Síðari málsgrein falli brott.
6.        Við 12. gr.
        a.    Á eftir orðunum „skráðs aðila“ í fyrri málsgrein komi: um skriflegar upplýsingar.
        b.    Orðin „en skýra ella hinum skráða skriflega frá ástæðum þess að tilmælum hans hefur eigi verið sinnt“ í niðurlagi fyrri málsgrein falli brott.
        c.     2. mgr. falli brott.
7.        Við 16. gr. Síðari málsgrein orðist svo:
             Upplýsingar um fjárhagsmálefni og lánstraust, sem eldri eru en fjögurra ára, er óheimilt að skrá eða miðla.
8.        Við 17. gr.
        a.    Í stað orðanna „án þess að skýra hinum skráða frá því“ í fyrri málsgrein komi: án heimildar hins skráða.
        b.    Á eftir orðunum „tekin á skrá“ í síðari málsgrein komi: samkvæmt heimild hins skráða.
9.        Við 18. gr. Í stað orðanna „frá því að krafa kom fram“ í 1. mgr. komi: eftir að krafa kom fram.
10.    Við 19. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Skal slík tilkynning send viðkomandi fjórum vikum fyrir útgáfudag.
11.    Við 24. gr. Greinin falli brott.
12.    Við 27. gr. Orðin „nema samþykki tölvunefndar komi til.“ í 2. mgr. falli brott.
13.    Við 30. gr. 2. mgr. orðist svo:
        Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins skal vera ritari tölvunefndar.
14.    Við 32. gr. Síðari málsgrein falli brott.