Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 210 . mál.


Nd.

345. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (FrS, MB).



1.    Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
         Eftirtaldar breytingar verða á 17. gr. laganna:
    a. 1. mgr. orðast svo:
         Hagnaður af sölu hlutabréfa telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári hafi hin seldu hlutabréf verið í eigu skattaðila skemmri tíma en full þrjú ár. Hagnaður af sölu hlutabréfa telst ekki til skattskyldra tekna hafi hin seldu hlutabréf verið í eigu skattaðila í þrjú ár eða lengur.
    b. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Verði skattaðili fyrir tapi af sölu hlutabréfa, reiknuðu með sama hætti og söluhagnaður skv. 2. mgr., má framreikna það samkvæmt verðbreytingarstuðli skv. 26. gr. og draga frá skattskyldum söluhagnaði hlutabréfa. Ákvæði þetta gildir afturvirkt vegna taps frá árinu 1985 eða síðar.
2.    A-liður 1. gr. orðist svo:
         2. tölul. B-liðar 1. mgr. orðast svo:
     Fenginn arð, sbr. 9. gr., að hámarki 15% af stofni sem markast af nafnverði hvers einstaks hlutabréfs ásamt þeim jöfnunarhlutabréfum sem heimilt hefði verið að úthluta í samræmi við almennar verðhækkanir, sbr. 1. mgr. 9. gr., þó að hámarki 180.000 kr. hjá einstaklingi og 360.000 kr. hjá hjónum. Til arðs í þessu sambandi teljast þó ekki fengin jöfnunarhlutabréf umfram þau mörk sem sem greinir í 1. mgr. 9. gr. Arður barns innan 16 ára aldurs, sem er á framfæri foreldra sinna (eða kjörforeldra, stjúpforeldra, fósturforeldra) telst með arði foreldris, sbr. 1. mgr. 65. gr., og gilda samanlagðar fjárhæðir um samanlagðan arð foreldris og barns.
3.    Á eftir 1. gr. komi þrjár nýjar greinar er orðist svo:
    a. (3. gr.)
         Eftirtaldar breytingar verða á 31. gr. laganna:
    a. 8. tölul. greinarinnar orðast svo:
         Fjárhæð þá er félög, sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., greiða eða úthluta í arð. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en nemur 15% af stofni sem markast af nafnvirði hlutafjár ásamt þeim jöfnunarhlutabréfum sem heimilt hefði verið að úthluta í samræmi við almennar verðhækkanir, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Arður samkvæmt þessum tölulið er frádráttarbær frá tekjum þess árs sem hann er reiknaður af.
    b. Við greinina bætist nýr töluliður er orðast svo:
         12. Framlög í sveiflujöfnunarsjóð, sbr. 54. gr.
    b. (4. gr.)
         Eftirtaldar breytingar verða á 38. gr. laganna:
    a.    Í stað „8%“ í 1. og 2. tölul. kemur: 10%.
    b.    Í stað „12%“ í 3. tölul. kemur: 15%.
    c.    4. tölul. greinarinnar orðast svo:
         a. Skrifstofuáhöld og -tæki 20%.
         b. Vélar og tæki til jarðvinnslu og mannvirkjagerðar sem ekki fellur undir 1.–3. tölul. þessarar greinar og a-lið þessa töluliðar 20%.
    c. (5. gr.)
         Á eftir 39. gr. laganna kemur ný grein, 40. gr., sem orðast svo:
         Þrátt fyrir ákvæði 38. gr. er heimilt að færa kostnaðarverð lausafjár, sem hefur skemmri endingartíma en þrjú ár, að fullu til gjalda á því ári sem eignanna er aflað og þær teknar í notkun.
4.    Á eftir 2. gr. komi fjórar nýjar greinar er orðast svo:
    a. (7. gr.)
         Eftirtaldar breytingar verða á 54. gr. laganna:
    a. Í stað „15%“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: 30%.
    b. Við greinina bætist ný málsgrein er orðast svo:
         Enn fremur mega menn eða lögaðilar, sem hafa skattskyldar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, draga frá framlag í sérstakan sveiflujöfnunarsjóð. Hámark framlags í sveiflujöfnunarsjóð skal vera 30% af þeirri fjárhæð sem eftir stendur þegar frá skattskyldum tekjum hafa verið dregnar þær fjárhæðir sem um ræðir í 1.–10. tölul. 31. gr. Þessi frádráttur er bundin því skilyrði að skattaðili leggi alla fjárhæðina inn á bundinn reikning eftir sömu skilyrðum og um getur í 1.–3. mgr. þessarar greinar.
    b. (8. gr.)
         Á eftir orðinu „fjárfestingarsjóði“ í 1. mgr. 55. gr. laganna kemur: og sveiflujöfnunarsjóði, og á eftir orðinu „fjárfestingarsjóði“ í 3. mgr. sömu greinar kemur: og sveiflujöfnunarsjóð.
    c. (9. gr.)
         Við 55. gr. A í lögunum bætist ný málsgrein er orðast svo:
         Ákvæði þessara greinar um fjárfestingarsjóð skulu enn fremur gilda um sveiflujöfnunarsjóð, sbr. 54. gr. laganna.
    d. (10. gr.)
         Á eftir orðinu „fjárfestingarsjóðs“ í 2. mgr. 55. gr. B í lögunum kemur: og sveiflujöfnunarsjóðs, og á eftir orðinu „fjárfestingarsjóð“ í 3. mgr. sömu greinar kemur: og sveiflujöfnunarsjóð.
5.    Á eftir 8. gr. komi tvær nýjar greinar er orðast svo:
    a. (18. gr.)
         Í stað „50%“ í 72. gr. laganna kemur: 48%.
    b. (19. gr.)
         1. málsl. 5. tölul. 74. gr. laganna orðast svo:
         Hlutabréf skal telja til eignar á nafnverði nema sannað sé að raunvirði eigna félagsins sé lægra en hlutafé þess og gildir þetta ákvæði þrátt fyrir að gengi hlutabréfs á Verðbréfaþingi Íslands eða öðrum hliðstæðum hlutabréfamarkaði sé hærra en nemur nafnvirði hlutabréfs.
6.    Við 9. gr. Í stað „1.080.000“ og „2.160.000“ í a-lið komi: 2.000.000 og 4.000.000.
7.    Á eftir 9. gr. komi ný grein er orðast svo:
         Í stað orðanna „fimm ár“ í 2. mgr. 81. gr. laganna komi: átta ár.
8.    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
         83. gr. laganna orðist svo:
         Eignarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 2.875.000 kr. greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni yfir 2.875.000 kr. greiðist 0,95%.
9.    Á eftir 10. gr. komi ný grein er orðist svo:
         Í stað „1,2%“ í 84. gr. laganna kemur: 0,95%.