Ferill 208. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 208 . mál.


Nd.

431. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (FrS, MB).



    Á eftir 12. gr. komi ný grein svohljóðandi:
    3. mgr. 34. gr. laganna orðist svo:
    Innheimta skv. 1. mgr. skal framkvæmd með þeim hætti að innflytjandi eigi kost á greiðslufresti til loka næsta mánaðar eftir innflutningsmánuð. Skal eigi krafist trygginga né settar aðrar takmarkanir á greiðslufresti ,nema innflytjandi hafi ekki staðið í skilum eða að rökstudd ástæða sé til að ætla að hann muni ekki standa í skilum. Fjármálaráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um greiðslufresti.