Ferill 370. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 370 . mál.


Nd.

638. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir vegna kjarasamninga.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og mælir með samþykkt þess með breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Breytingin er við 7. gr. frumvarpsins og miðar að því að gera ákvæði greinarinnar skýrara. Þessi breyting er flutt að höfðu samráði við eftirtalda aðila er komu á fund nefndarinnar um málið: Láru V. Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands, Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands Íslands, Björn Arnórsson, hagfræðing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Hjört Eiríksson, framkvæmdastjóra Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Hauk Halldórsson, formann Stéttarsambands bænda, og Gísla Karlsson, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
    Þá komu jafnframt á fund nefndarinnar María Jóna Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra hitaveitna, Eiríkur Þorbergsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra rafveitna, Sigurður Snævarr, hagfræðingur við Þjóðhagsstofnun, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, Sigríður Kristinsdóttir, frá Samtökum kvenna á vinnumarkaði, og Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Alþingi, 21. febr. 1990.



Rannveig Guðmundsdóttir,


form., frsm.


Guðrún Helgadóttir,


fundaskr.


Anna Ólafsdóttir Björnsson.


Eggert Haukdal.


Geir H. Haarde.


Jón Kristjánsson.


Alexander Stefánsson.