Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 6/112.

Þskj. 654  —  327. mál.


Þingsályktun

um öryggi í óbyggðaferðum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að bæta öryggi þeirra sem ferðast í óbyggðum með því að samræma og setja reglur og lög eftir því sem við á og með því að skipuleggja fræðslu, ráðgjöf og upplýsingar til ferðafólks.
    Við undirbúning málsins verði haft samráð við samtök áhugafólks um ferðalög og slysavarnir.

Samþykkt á Alþingi 22. febrúar 1990.