Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 167 . mál.


Ed.

701. Breytingartillögur



við frv. til l. um Námsgagnastofnun.

Frá menntamálanefnd.


1.    Við 1. gr.
    a.    1. mgr. orðist svo:
                 Hlutverk Námsgagnastofnunar er að sjá grunnskólum fyrir sem bestum náms- og kennslugögnum sem eru í samræmi við uppeldis- og kennslufræðileg markmið laga um grunnskóla og aðalnámsskrár.
    b.    Á undan orðinu „framhaldsskóla“ í 2. mgr. komi: tónlistarskóla og.
2.    Við 2. gr.
    a.    Í stað orðanna „níu manna námsgagnastjórn“ í fyrri málsgrein komi: sjö manna námsgagnastjórn.
    b.    a-liður fyrri málsgreinar orðist svo:
            einn fulltrúa tilnefndan af Félagi skólastjóra og yfirkennara.
     c.    b-liður fyrri málsgreinar orðist svo:
            tvo fulltrúa tilnefnda af Kennarasambandi Íslands og skulu þeir starfa á grunnskólastigi.
    d.    c-liður fyrri málsgreinar orðist svo:
            einn fulltrúa tilnefndan af Hinu íslenska kennarafélagi og skal hann starfa á framhaldsskólastigi.
    e.    d-liður fyrri málsgreinar orðist svo:
            einn fulltrúa tilnefndan af Kennaraháskóla Íslands.
     f.    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                 Ef stofnuð verða landssamtök foreldrafélaga skal þeim heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa í námsgagnastjórn með málfrelsi og tillögurétti.
3.    8. gr. falli brott.