Ferill 404. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 7/112.

Þskj. 705  —  404. mál.


Þingsályktun

um heillaóskir til litáísku þjóðarinnar í tilefni sjálfstæðisyfirlýsingar hennar.


    Alþingi ályktar að senda litáísku þjóðinni heillaóskir vegna sjálfstæðisyfirlýsingar Litáens sem þjóðþingið samþykkti í gær.
    Alþingi telur að sjálfsforræði þjóða með lýðræðiskjörnum þingum sé grundvöllur frjálsra samskipta og stuðli að friði í heiminum.
    Alþingi fagnar því endurheimt sjálfstæðis Litáens og væntir góðrar samvinnu við lýðræðiskjörna fulltrúa þess.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 1990.