Ferill 54. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 9/112.

Þskj. 761  —  54. mál.


Þingsályktun

um nýja atvinnumöguleika á landsbyggðinni með áherslu á fjarvinnu.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna með hvaða hætti unnt er að nota nútíma tölvu- og fjarskiptatækni til að flytja verkefni á vegum ríkisstofnana og annarra aðila frá höfuðborgarsvæðinu til annarra landshluta svo og hvernig auka megi tölvufræðslu.
    Sérstaklega verði kannaðir möguleikar á að nýta þessa tækni til þess að koma á laggirnar fjarvinnustofum í því skyni að fjölga störfum og auka fjölbreytni í atvinnulífi byggðarlaganna.

Samþykkt á Alþingi 19. mars 1990.