Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 11/112.

Þskj. 810  —  431. mál.


Þingsályktun

um samningu rits um kristni á Íslandi í þúsund ár.


    Alþingi samþykkir, með tilvísun til þingsályktunar frá 17. apríl 1986 um þúsund ára afmæli kristnitökunnar, að fela forsetum þingsins í samráði við þjóðkirkju Íslands og guðfræðideild Háskóla Íslands að standa fyrir samningu ritverks um kristni á Íslandi og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu í þúsund ár.
    Forsetar þingsins skipi að höfðu samráði við biskup Íslands þriggja manna ritstjórn og ráði ritstjóra verksins frá ársbyrjun 1991. Ritstjóri ráði síðar aðra þá höfunda er að verkinu standa með samþykki ritstjórnar.
    Kostnaður við verkið greiðist með öðrum útgjöldum Alþingis.
    Ljúka skal samningu verksins á fimm árum.

Samþykkt á Alþingi 26. mars 1990.