Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 415 . mál.


Ed.

917. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 109/1988 og 76/1989.

Frá meiri hl. félagsmálanefndar (MF, JE, JGS, KSG, DS).



1.    Við 3. gr., a-lið (51. gr.).
     a.    Í stað orðsins „félagslegum“ í b-lið 2. mgr. greinarinnar komi: viðráðanlegum.
     b.    Í stað orðsins „félagslegum“ í c-lið 2. mgr. greinarinnar komi: viðráðanlegum.
2.    Við 3. gr., f-lið (56. gr.). Í stað fyrri málsliðar 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo:
         Í sveitarfélögum með 400–10.000 íbúa skal sveitarstjórn skipa fimm manna húsnæðisnefnd og jafnmarga til vara að afloknum hverjum sveitarstjórnarkosningum, þrjá kosna af sveitarstjórn og tvo fulltrúa tilnefnda af stærstu samtökum launafólks í sveitarfélaginu. Í sveitarfélögum með yfir 10.000 íbúa skal sveitarstjórn með sama hætti skipa sjö menn í húsnæðisnefnd og jafnmarga til vara, fjóra kosna af sveitarstjórn og þrjá kosna af stærstu samtökum launafólks í sveitarfélaginu.
3.    Við 3. gr., k-lið (61. gr.). Á eftir orðunum „að hafa“ í 2. tölul. greinarinnar komi: umsjón og.
4.    Við 3. gr., t-lið (69. gr.). Við greinina bætist nýr málsliður svohljóðandi: Þetta á þó ekki við ef íbúðin hentar ekki að teknu tilliti til fyrirliggjandi umsókna.
5.    Við 3. gr., gg-lið (84. gr.). Fyrri málsgrein greinarinnar orðist svo:
         Kaupandi skal greiða 10% áætlaðs kostnaðarverðs eða kaupverðs við afhendingu íbúðar og skal þá kaupsamningur undirritaður, sbr. 2. mgr.
6.    ii-liður 3. gr. (86. gr.) orðist svo:
         Íbúðareiganda er óheimilt að leigja út íbúð sína nema að fengnu skriflegu samþykki sveitarstjórnar eða húsnæðisnefndar í umboði hennar. Heimilt er að binda samþykki skilyrðum um leigutíma og leigufjárhæð. Leigusamningur, sem eigi er áritaður af sveitarstjórn eða húsnæðisnefnd, er ógildur. Nú verður leigutaki fyrir tjóni sökum ógilds leigusamnings og er þá leigusali bótaskyldur.
         Framkvæmdaraðili getur rift leigusamningi sem er ógildur skv. 1. mgr. og krafist útburðar leigutaka.
         Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga við um allt félagslegt húsnæði, einnig það sem byggt var samkvæmt eldri lögum.
7.    Við 5. gr. Fyrri málsgrein greinarinnar orðist svo:
         Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1990.
8.    Við bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
         Við gildistöku laga þessara taka húsnæðisnefndir við hlutverki stjórna verkamannabústaða eftir því sem við á. Jafnframt taka húsnæðisnefndir við réttindum og skyldum stjórna verkamannabústaða svo sem nánar verður kveðið á um í reglugerð.