Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 430 . mál.


Ed.

991. Nefndarálit



um frv. til l. um Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið. Til viðræðna við nefndina um frumvarpið komu Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir, Guðmundur Pétursson, forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans að Keldum, Guðmundur Eggertsson, prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, og Helgi Valdimarsson, varadeildarforseti læknadeildar Háskólans. Þá var lögð fram, að ósk nefndarinnar, álitsgerð frá ráðgjafarþjónustu Lagastofnunar Háskólans um stöðu forstöðumanns Tilraunastöðvarinnar.
    Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar verði ráðinn til sex ára í senn með heimild til endurráðningar. Í slíku tilviki þykir nefndinni eðlilegt að sá sem gegnt hefur stöðunni eigi kost á að gegna henni áfram í ákveðinn tíma. Með hliðsjón af þessu er nefndin sammála um að mæla með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við frumvarpið bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
    Forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar, sem starfar þegar lög þessi taka gildi, heldur forstöðumannsstöðunni í allt að sex ár frá gildistöku laganna.

Alþingi, 23. apríl 1990.



Eiður Guðnason,


form., frsm.


Guðrún Agnarsdóttir,


fundaskr.


Halldór Blöndal.


Salome Þorkelsdóttir.


Skúli Alexandersson.


Jón Helgason.


Valgerður Sverrisdóttir.