Ferill 159. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 13/112.

Þskj. 996  —  159. mál.


Þingsályktun

um leiðsögumenn og endurskoðun reglugerðar nr. 175/1983, um eftirlit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til Íslands í atvinnuskyni.


    Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að endurskoða reglugerð nr. 175/1983, um eftirlit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til Íslands í atvinnuskyni. Í nefndinni eigi sæti fimm fulltrúar skipaðir af eftirfarandi aðilum: samgönguráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Félagi leiðsögumanna, Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og ferðafélögum áhugamanna. Ný reglugerð öðlist gildi eigi síðar en 1. janúar 1991.

Samþykkt á Alþingi 23. apríl 1990.