Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 14/112.

Þskj. 997  —  71. mál.


Þingsályktun

um athugun á varðveislu ljósvakaefnis.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara athugun á því hvernig best verði staðið að skipulegri varðveislu ljósvakaefnis sem hafi menningarsögulegt gildi eða geti verið mikilvægt fyrir rannsóknir næstu kynslóða á sögu lands og þjóðar.

Samþykkt á Alþingi 23. apríl 1990.