Ferill 49. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 15/112.

Þskj. 998  —  49. mál.


Þingsályktun

um tilfærslu verkefna og tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga og héraða.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að kanna skipulega í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga hvernig best verði staðið að frekari tilfærslu á verkefnum og tekjustofnum frá ríkinu til sveitarfélaga og héraða.

Samþykkt á Alþingi 23. apríl 1990.