Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 16/112.

Þskj. 1056  —  143. mál.


Þingsályktun

um að draga úr ofbeldi í myndmiðlum
.


Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að dregið verði verulega úr því ofbeldi sem börnum og öðrum er sýnt í sjónvarpi, kvikmyndum og á myndböndum og að gerðar verði nauðsynlegar kannanir í þessu skyni.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 1990.