Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 21/112.

Þskj. 1061  —  345. mál.


Þingsályktun

um könnun á stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta kanna möguleika á stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar með aðsetur á Íslandi sem sinni björgunarmálum á Norður-Atlantshafi. Leitað verði samstarfs við þær þjóðir sem mestra hagsmuna hafa að gæta á þessu sviði.
    Niðurstöður könnunarinnar verði lagðar fyrir sameinað Alþingi á næsta löggjafarþingi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 1990.