Ferill 169. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 24/112.

Þskj. 1064  —  169. mál.


Þingsályktun

um mötuneyti og heimavistir fyrir framhaldsskólanemendur.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera áætlun sem miði að því að leysa mötuneytis- og húsnæðisvanda framhaldsskólanema sem stunda nám fjarri sinni heimabyggð og marka stefnu um framkvæmdir í þessu skyni.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 1990.