Ferill 491. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 25/112.

Þskj. 1122  —  491. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu breytinga á samningi um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) vegna fríverslunar með fiskafurðir.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd breytingar á 26., 27., 28. og 38. gr. samnings frá 4. janúar 1960 um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og á viðauka E við þann samning eins og samþykkt var í ráði Fríverslunarsamtakanna 14. júní 1989. Breytingarnar eru birtar sem fylgiskjal með ályktun þessari.

Samþykkt á Alþingi 30. apríl 1990.