Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 26/112.

Þskj. 1128  —  192. mál.


Þingsályktun

um heimild til handa forsetum Alþingis til þess að kaupa eða leigja húsnæði fyrir Alþingi.


    Alþingi ályktar að heimila forsetum Alþingis að ganga til samninga um kaup eða leigu á húsnæði fyrir Alþingi í næsta nágrenni við Alþingishúsið, eftir því sem hagkvæmara þykir.
    Hafa skal samráð við fjárveitinganefnd um ákvarðanir.

Samþykkt á Alþingi 30. apríl 1990.