Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 352 . mál.


Ed.

1185. Tillaga til rökstuddrar dagskrár



í málinu: Frv. til l. um stjórn fiskveiða.

Frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, Skúla Alexanderssyni,


Eyjólfi Konráði Jónssyni og Karvel Pálmasyni.



    Með því
að    frumvarpið felur í sér framlengingu núverandi kvótakerfis með aflahámarki á hvert einstakt skip,
að    sú fiskveiðistefna hefur ekki þjónað þeim tilgangi að vernda fiskstofnana og ná hámarksafrakstri fiskveiða

samþykkir deildin — í trausti þess að ríkistjórnin hlutist til um:
að    komið verði á þeirri skipan sem tryggir verndun fiskstofnanna og miðast við að atgervi þeirra, sem sjóinn stunda, fái að njóta sín og sjávarútvegurinn geti lagað sig sem frjáls atvinnuvegur að landsháttum og fiskimiðum svo að gefi sem bestan rekstrargrundvöll til að ná hámarksafrakstri af auðlindum hafsins,
að    í þeim tilgangi verði undirbúið annað frumvarp um stjórn fiskveiða þar sem í stað stjórnar með veiðileyfum komi stjórn á stærð fiskiskipastólsins og sóknarstýring á veiðitíma, veiðisvæðum, gerð skipa, útbúnaði veiðarfæra og meðferð afla eftir því sem heimilaður hámarksafli á hverja fisktegund leyfir,
að slíkt frumvarp um stjórn fiskveiða verði lagt fyrir næsta Alþingi

að taka fyrir næsta mál á dagskrá.