Ferill 415. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 415 . mál.


Nd.

1195. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 86/1988, sbr. lög nr. 109/1988 og 76/1989.

Frá minni hl. félagsmálanefndar (GHH, EH).



1.     Við 1. gr. Greinin falli brott.
2.     Við 3. gr. Orðin „30.–47. gr. (Lán til almennra kaupleiguíbúða)“ í 1. mgr. falli brott.
3.     Við 3. gr., a-lið (51. gr.):
        1.     1. mgr. orðist svo:
            Markmið með lánveitingum til félagslegra íbúða samkvæmt lögum þessum er að jafna kjör og aðstöðu fólks í landinu og skapa láglaunafólki öryggi í húsnðismálum.
        2.     b-liður 3. mgr. falli brott.
4.     Við 3. gr., b-lið (52. gr.):
        1.     Í stað orðsins „kaupleiguíbúðir“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: félagslegar kaupleiguíbúðir.
        2.     Fyrri málsliður 5. mgr. falli brott.
        3.     7. mgr. falli brott.
5.     Við 3. gr., f-lið (56. gr.):
        1.     Brott falli orðin „þrjá kosna af sveitarstjórn og tvo fulltrúa tilnefnda af stærstu samtökum launafólks í sveitarfélaginu“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðin „fjóra kosna af sveitarstjórn og þrjá kosna af stærstu samtökum launafólks í sveitarfélaginu“ í 2. málsl.
                 Varatillaga: Í stað orðanna „fjóra kosna af sveitarstjórn og þrjá kosna af stærstu samtökum launafólks í sveitarfélaginu“ komi: fimm kosna af sveitarstjórn og tvo tilnefnda af stærstu samtökum launafólks í sveitarfélaginu.
        2.     2. mgr. orðist svo:
                Sveitarstjórn skipar formann nefndarinnar sérstaklega en nefndin skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum.
6.     Við 3. gr., g-lið (57. gr.):
        1.     2. mgr. falli brott.
        2.     3. mgr. falli brott.
7.     Við 3. gr., k-lið (61. gr.). Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
         Í Reykjavík skal þó félagsmálaráð hafa umsjón með og annast útleigu leiguhúsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar.
8.     Við 3. gr., m-lið (63. gr.). Greinin orðist svo:
             Hlutverk Byggingarsjóðs verkamanna er að annast lánveitingar til félagslegra íbúða með það að markmiði að bæta úr húsnæðisþörf láglaunafólks.
9.     Við 3. gr., n-lið (64. gr.). 2. mgr. falli brott.
10.     Við 3. gr., p-lið (66. gr.). 4. tölul. falli brott.
11.     Við 3. gr., s-lið (68. gr.):
        1.     Við 1. mgr. bætist: Heimilt er húsnæðismálastjórn að veita sérstök lán til allt að þriggja ára til þeirra sem eiga í verulegum erfiðleikum með útborgun ef um er að ræða sérstaklega erfiðar fjölskyldu- eða fjárhagsástæður.
        2.     Í stað tölunnar „50“ í 4. mgr. komi: 43.
        3.     Í stað 12. og 13. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                     Gjalddagar lána skulu vera 12 á ári, einn í hverjum mánuði. Húsnæðismálastjórn er heimilt í einstökum tilvikum, að höfðu samráði við lántaka, að fækka gjalddögum sem verði þó aldrei færri en fjórir á ári.
12.     Við 3. gr., y-lið (73. gr.). 3. mgr. falli brott.
13.     Við 3. gr., cc-lið (80. gr.). Málsliðurinn „Við það mat skal miðað við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir þriðjung af tekjum“ í c-lið 1. mgr. falli brott.
14.     Við 3. gr., ee-lið (82. gr.). Greinin falli brott.
15.     Við 3. gr., ii-lið (86. gr.):
        1.     Í stað orðanna „og gilda um lán til almennra kaupleiguíbúða“ í niðurlagi 3. mgr. komi: og gilda um almenn lán úr Byggingarsjóði ríkisins.
        2.     Við 3. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Einnig er heimilt að beita dagsektum gagnvart aðilum sem leigja út íbúðir án samþykkis skv. 1. mgr.
16.     Við 3. gr., mm-lið (90. gr.). Í stað „1,5%“ í 2. mgr. komi: 1%.
17.     Við 3. gr., ss-lið (95. gr.). 1. mgr. orðist svo:
             Byggingarsjóður verkamanna skal að liðnum fimm árum frá undirritun kaupsamnings um félagslega íbúð kanna hvort kaupandi uppfyllir þá enn skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 80. gr. og upp frá því á þriggja ára fresti. Uppfylli kaupandi ekki lengur þessi skilyrði skal breyta vöxtum hans þannig að þeir verði hinir sömu og gilda um almenn lán úr Byggingarsjóði ríkisins.
18.     Við 3. gr., zz-lið (101. gr.). Í stað „1,5%“ í 5. mgr. komi: 1%.
19.     Við 3. gr., þþ-lið (102. gr.). Í stað „1,5%“ í 2. mgr. komi: 1%.
20.     Við 5. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. september 1990. Umboð stjórna verkamannabústaða, sem renna eiga út 15. júní 1990, framlengjast til sama tíma.
21.     Við ákvæði til bráðabirgða. Ákvæðið orðist svo:
        1.     Við gildistöku laga þessara taka húsnæðisnefndir við hlutverki stjórna verkamannabústaða eftir því sem við á. Enn fremur taka húsnæðisnefndir við réttindum og skyldum stjórna verkamannabústaða, þar með töldu húsnæði, tækjum og búnaði, skuldbindingum vegna verksamninga og framkvæmda og öðrum samningum eftir því sem nánar verður kveðið á um í reglugerð eða sveitarfélag ákveður.
        2.     Starfsmenn stjórna verkamannabústaða skulu hafa forgang að störfum á vegum húsnæðisnefnda.