Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 29/112.

Þskj. 1325  —  509. mál.


Þingsályktun

um að flýta framkvæmdum við jarðgöng á Vestfjörðum.


    Alþingi ályktar að flýta skuli framkvæmdum við fyrirhugaða jarðgangagerð á Vestfjörðum umfram það sem fyrirhugað er í fyrirliggjandi vegáætlun. Skal stefnt að því að framkvæmdir hefjist árið 1991 og að þeim ljúki á 4–5 árum. Undirbúningsrannsóknum verði hagað í samræmi við þetta.
    Ríkissjóði skal heimilað að taka lán til framkvæmdanna, allt að 1.300 m.kr., á árunum 1990–1994 skv. nánari ákvæðum vegáætlunar og lánsfjárlaga hverju sinni. Lán ásamt verðbótum endurgreiðast af fé til stórverkefna skv. vegáætlun. Útgjöld vegna vaxta og lántökukostnaðar umfram það, sem sparast í viðhaldskostnaði á fjármögnunarskeiði framkvæmdanna, greiðist úr ríkissjóði sem sérstakt byggðaframlag.
    Ríkisstjórnin skal láta fram fara könnun á möguleikum til þess að afla sérstaklega lánsfjár og/eða tekna til að standa straum af kostnaði vegna ákvörðunar um að flýta framkvæmdum og skila áliti til næsta Alþingis.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.