Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


112. löggjafarþing 1989–1990.
Nr. 31/112.

Þskj. 1327  —  226. mál.


Þingsályktun

um námsaðstöðu fyrir fatlaða í heimavistarskólum.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að kanna hvernig koma megi til móts við námsþarfir fatlaðra, sem ekki hafa aðstöðu til að sækja heimangönguskóla að loknum grunnskóla, með því að þeir fái aðstöðu til að stunda fjölbreytt nám með öðrum nemendum í héraðsskólum eða öðrum heimavistarskólum.

Samþykkt á Alþingi 5. maí 1990.