Rannsókn kjörbréfs
Fimmtudaginn 11. október 1990


     Aldursforseti (Stefán Valgeirsson) :
    Borist hefur svofellt bréf, dags. 10. okt. 1990:
    ,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Borgfl. í Reykjavík, Guttormur Einarsson, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir,

11. þm. Reykv.``


    Samkvæmt þessu bréfi og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Guttorms Einarssonar, 1. varamanns Borgfl. í Reykjavík. Gerð verður því hlé á fundinum í 5 mínútur.