Varamenn taka þingsæti
Mánudaginn 15. október 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Borist hafa eftirfarandi bréf, dags. 15. okt. 1990:

    Fyrsta bréfið hljóðar á þessa leið:
    ,,Guðmundur Bjarnason, 1. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Norðurl. e., Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``


    Jóhannes Geir Sigurgeirsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og kjörbréf hans verið rannsakað. Hann er boðinn velkominn til starfa á Alþingi.

    Annað bréfið er svohljóðandi:
    ,,Páll Pétursson, 1. þm. Norðurl. v., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er að fara til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Norðurl. v., Sverrir Sveinsson veitustjóri, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``



    Með bréfi þessu fylgir staðfest skeyti 1. varamanns Framsfl. í Norðurl. v. svohljóðandi:
    ,,Það staðfestist hér með að sökum anna getur undirrituð ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Páls Péturssonar að þessu sinni.
Elín R. Líndal, Lækjamóti.``


    Sverrir Sveinsson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans hefur verið rannsakað. Hann er boðinn velkominn til starfa á Alþingi.
    Þriðja bréfið hljóðar svo:
    ,,Friðjón Þórðarson, 2. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vesturlandskjördæmi, Valdimar Indriðason, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.
``


    Valdimar Indriðason hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans hefur verið rannsakað. Ég býð hann velkominn til starfa.

    Hið fjórða bréf er svohljóðandi:
    ,,Jóhann Einvarðsson, 8. þm. Reykn., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Níels Árni Lund, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti.

Jón Helgason,

forseti Ed.``




    Níels Árni Lund hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og kjörbréf hans því verið rannsakað. Ég býð hann velkominn til starfa.