Íslenska óperan
Fimmtudaginn 18. október 1990


     Fyrirspyrjandi (Þórhildur Þorleifsdóttir) :
    Virðulegi forseti. Það er kannski um að kenna mínu skilningsleysi eða eins og hæstv. menntmrh. sagði að ég hefði e.t.v. ekki heyrt, en ég heyrði ekki betur en hann endurtæki þessa upphæð, 13,9 millj. --- Er það ekki rétt? ( Menntmrh.: Á fjárlögum ársins 1990 eru 13,9 millj., síðan bætast við 7 millj. í aukafjárveitingu.) Hæstv. menntmrh., ég er nú að tala um þá upphæð sem nú er á fjárlögum sem rétt losar 14 millj. ( Forseti: Forseti biður hv. þm. og ráðherra að vera ekki að tala saman úr ræðustóli.) Ég hef ekki að mínu mati enn fengið svar um það hvort lágmarksfjárþörf verður mætt að einhverju leyti. Það er ljóst að það er um að ræða 40 millj. kr., 35 -- 40 millj. kr. sem verða að koma frá hinu opinbera og það er upphæðin sem um er að ræða en ekki 14 eða 15 millj. þannig að í rauninni skil ég ekki svarið enn þá.