Bráðabirgðalög um launamál
Fimmtudaginn 18. október 1990


     Danfríður Skarphéðinsdóttir (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Það kom skýrt fram að ég vildi ræða setningu þeirra tilteknu bráðabirgðalaga sem voru sett 3. ágúst sl. um grundvallarspurningu sem tengist einmitt setningu þeirra ákveðnu bráðabirgðalaga. Nú er það svo að hér rétt í þessu var umræða utan dagskrár um framkvæmd flugmálaáætlunar en það liggur jafnframt fyrir fsp. frá einum hv. þm. um sama efni þannig að mér sýnist e.t.v. ekki alveg samræmi í hlutunum.