Bygging og rekstur álvers
Fimmtudaginn 18. október 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Forseti vill uppýsa að dagskrá fundanna í dag hefur tekið styttri tíma en ætlað var. Forseti kannast hins vegar ekki við tímasetninguna kl. 2.30. Hins vegar vill forseti upplýsa að iðnrh. verður ekki hér fyrr en eftir kl. 2. Ég vil hins vegar benda á að hæstv. forsrh. er staddur hér. ( Forsrh.: Þetta er málefni iðnrh.) En vilji hv. þm. að umræðunni verði frestað til kl. 3, þá mun forseti að sjálfsögðu verða við því. (Gripið fram í.) Ég hygg að það muni verða hægt að fá hæstv. iðnrh. til að koma hingað um tvöleytið og sé það vilji manna sem mér heyrist, þá er forseti fús til þess að fresta þessum fundi til kl. 2. --- [Fundarhlé.]
    Áfram verður haldið utandagskrárumræðu um byggingu og rekstur nýrrar álverksmiðju. Það er eindregin beiðni forseta að þessari umræðu megi ljúka í dag. Henni hefur þegar verið framlengt yfir á annan dag þó að aldrei hafi til staðið að hún færi ekki fram á einum degi. Ég vil því óska samvinnu hv. þm. um að þessari umræðu megi nú ljúka á þessum degi.