Rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 29. október 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Borist hafa eftirfarandi bréf:
    ,,Karvel Pálmason, 3. þm. Vestf., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Unnur Hauksdóttir húsmóðir, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Jón Helgason,

forseti Ed.``


    Eftirfarandi skeyti hefur borist:
    ``Vegna anna get ég ekki tekið sæti Karvels Pálmasonar á Alþingi næstu tvær vikur.
Björn Gíslason.


Undirskrift staðfestir Sigurósk Jónsdóttir, póstafgreiðslumaður.``

    ,,Danfríður Skarphéðinsdóttir, 6. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1., 2. og 3. varamanns taki 4. varamaður Kvennalista á Vesturlandi, Snjólaug Guðmundsdóttir húsfreyja, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Jón Helgason,

forseti Ed.``


    Með bréfi þessu fylgja bréf og skeyti frá 1., 2. og 3. varamanni Samtaka um kvennalista á Vesturlandi svohljóðandi:
    ,,Það tilkynnist yður hér með að vegna barneignar getur undirrituð ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Danfríðar Skarphéðinsdóttur frá 22. okt. til 12. nóv. nk.
Virðingarfyllst,

Ingibjörg Daníelsdóttir.``


    Þá hefur borist annað bréf:
    ,,Það tilkynnist yður hér með að vegna anna sér undirrituð sér ekki fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru Danfríðar Skarphéðinsdóttur frá 29. okt. til 12. nóv. nk.
Virðingarfyllst,

Birna K. Lárusdóttir.
``

    Og enn hefur borist bréf:

    ,,Það tilkynnist yður hér með að vegna anna sér undirrituð sér ekki fært að taka sæti á Alþingi í fjarveru Danfríðar Skarphéðinsdóttur frá 24. okt. til 12. nóv. nk.

Virðingarfyllst,

Þóra Kristín Magnúsdóttir.``


Samkvæmt þessum bréfum og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Unnar Hauksdóttur, 2. varamanns Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, og Snjólaugar Guðmundsdóttur, 4. varamanns Samtaka um kvennalista í Vesturlandskjördæmi. Gert verður hlé á fundinum í 5 mínútur á meðan kjörbréfanefnd starfar og ég afhendi hér með formanni kjörnefndar umrædd kjörbréf. --- [Fundarhlé.]