Búminjasafn
Þriðjudaginn 06. nóvember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Forseti verður að játa að það er æði óvenjuleg beiðni sem fram er komin um það að fresta umræðu um mál sem með formlegum hætti og á fullkomlega eðlilegan hátt er komið á dagskrá hv. deildar.
    Fyrir því er löng reynsla, líklega jafnlöng sögu Alþingis Íslendinga, að þingmönnum er heimilt að flytja hvaða mál sem þeir vilja, hvort sem er í formi frv. eða þáltill. Forseti getur einn og sér ekki haft nein afskipti af því hvort mælt er fyrir frv. sem tekin hafa verið á dagskrá, hann getur ekki hindrað það með neinum hætti. Það er þingdeildin sjálf sem hefur það vald. Til þess að koma í veg fyrir að mál sé flutt í deild verður þingdeildin sjálf að vísa því frá. Með öðrum hætti verður ekki snúist við slíkum málum og forseti úrskurðar að það sé fullkomlega eðlilegt að hv. 1. þm. Vesturl. mæli fyrir frv. um búminjasafn og gefur honum þar með orðið.