Búminjasafn
Þriðjudaginn 06. nóvember 1990


     Friðjón Þórðarson :
    Herra forseti. Það má segja að misjafnlega bregðist strákar við þegar þeim er hælt. Sýnilegt er að hv. 5. þm. Vesturl. hefur farið allmjög úr jafnvægi í þessum umræðum. Ég stóð í þeirri meiningu að allir þingmenn Vesturl. styddu þetta mál efnislega þó þeir næðu ekki að verða alveg samstiga um málsmeðferð eða form. En nú virðist greinilegt vera að hv. 5. þm. Vesturl., verðandi þingmaður Reykv., vill ræða málið nánar á svörtum nótum og hann um það. Það er ekkert óeðlilegt við það að frv. sé flutt í framhaldi af þáltill., ekki síst til þess að knýja á um framgang mála sem vísað hefur verið til hæstv. ríkisstjórnar. Ég vísa frá afaryrðum hv. 5. þm. Vesturl. um okkur flm. þessa frv. en mun ekki ræða það frekar nú. Ég vona einungis að mál þetta fái þinglega meðferð og efnislega og verði í meginatriðum stutt af sem flestum þingmönnum þjóðarinnar.