Afreksmannasjóður íslenskra íþróttamanna
Miðvikudaginn 07. nóvember 1990


     Kristinn Pétursson :
    Hæstv. forseti. Ég vil lýsa stuðningi við þetta frv. sem hér hefur verið lagt fram. Stundum er rætt um arðsemi fjármagns og ég tel að í þessu tilfelli sé um mjög háa arðsemi í ráðstöfun fjármagns að ræða því hvað er betra fyrir okkur Íslendinga en hraust fólk og sterkt til að taka við framtíðinni. Með þessum sjóði er enn eitt verðugt markmið fyrir ungt fólk til að keppa að, að verða einn af þeim sem kæmu til álita sem styrkþegar afreksmannasjóðs íslenskra íþróttamanna.
    Það er líka stundum talað um heilbrigða sál í hraustum líkama og ég held að okkur veiti ekki af hvoru tveggja, heilbrigðum sálum og hraustum líkömum, til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar.