Innflutningur matvæla með ferðafólki
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Fyrirspyrjandi (Guðni Ágústsson) :
    Hæstv. forseti. Ég vil einungis þakka hæstv. ráðherra þau svör sem hann gaf hér og þá vinnu sem þegar hefur farið fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við það verði staðið sem fjmrh. heitir þarna í bréfi að breyting eigi sér stað nú á haustmánuðum
til þess að menn viti að hvaða leikreglum þeir gangi á næstu ferðamannavertíð.
    Ég vil ljúka mínu máli með því að skora á samgrh. að hvetja samráðherra sinn til þess að gefa þessa reglugerð út nú á haustdögum. Því ber að fagna að því er heitið að færa þessi matvæli úr 10 kg niður í 3 kg. Það er mjög gagnlegt og verður áreiðanlega til að auka íslenskum ferðaskrifstofum og hótelum á Íslandi bjartsýni á næstu vertíð.