Varamenn taka þingsæti
Mánudaginn 12. nóvember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf:
    ,,Unnur Hauksdóttir, 2. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég vegna sérstakra anna get ekki setið lengur á Alþingi í forföllum Karvels Pálmasonar óska ég þess með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að 1. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Björn Gíslason, taki sæti á Alþingi í minn stað.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti.
Jón Helgason,

forseti Ed.``


    Björn Gíslason hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og ég býð hann velkominn til starfa.