Ástandið á húsbréfamarkaðnum
Mánudaginn 19. nóvember 1990


     Alexander Stefánsson :
    Virðulegi forseti. Vegna ræðu hæstv. félmrh. hér áðan þar sem kom fram að hún ber ekki aðeins vissa þingmenn hér, og þar á meðal þann sem hér stendur, heldur einnig alla fjölmiðla og allt kerfið sökum fyrir óvönduð vinnubrögð í sambandi við meðferð þessara mála þá vil ég í fyrsta lagi, um leið og ég fullyrði það að húsbréf eru peningar sem eru háðir verðbréfamarkaði á hverjum tíma, eins og það er sett upp hér, bara minna hv. þm. á að það er hægt að lesa blaðaskrif og viðtöl í fjölmiðlum 1986 -- 1987 sem sýna hvernig hæstv. félmrh. núv. meðhöndlaði þau mál sem hann er að bera sig upp undan núna við þann sem hér stendur og marga fleiri í fjölmiðlum í dag. Þau voru allt öðruvísi þau skrif, líklega? Ég hygg að það mætti fá margan fróðleik úr þeirri upprifjun. Því miður hefur hæstv. félmrh. ekkert lært miðað við það að taka við þessu embætti, miðað við það sem hann sagði í þessum fjölmiðlum 1987 -- 1987, svo að vægt sé til orða tekið.