Vaxtalög
Miðvikudaginn 21. nóvember 1990


     Flm. (Stefán Valgeirsson) :
    Herra forseti. Ég óska eftir því að bankamálaráðherra verði viðstaddur þessa umræðu. Ég mun leggja fyrir hann spurningar út af þessu máli og tel mjög erfitt að taka það fyrir án þess að a.m.k. hæstv. bankamálaráðherra sé hér viðstaddur. Ég hefði líka viljað hafa forsrh. en hann er víst erlendis svo ekki er um það að ræða. ( Forseti: Forseti telur að þetta sé eðlileg ósk af hálfu flm. og hefur gert ráðstafanir til þess að fá hæstv. viðskrh. til að vera hér en skv. töflu forseta hefur ráðherra farið úr húsinu. Þess hefur verið óskað að haft verði upp á ráðherra og honum tjáð hver ósk ræðumanns er.) Má þá ekki bara fresta málinu og taka fyrir næsta mál? ( Forseti: Já, ræðumaður óskar eftir að málinu verði frestað þar til ráðherra kemur í húsið og verður að sjálfsögðu orðið við því.)