Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Vegna þessara orða hv. 3. þm. Reykv. vill forseti taka fram að fordæmi eru fyrir því að einstakir þingmenn hafi fengið að færa fram tilkynningu fyrir hv. þingheimi. Ekki er gert ráð fyrir að um slíkar tilkynningar sé umræða. Eins og hv. þm. heyrði gerði forseti nokkrar athugasemdir eða sló í bjöllu af því að forseta fannst greinargerðir með tilkynningum allítarlegar. Auðvitað hafði forseti ekki séð hvernig þær tilkynningar sem hér voru fram bornar hljóðuðu. En fyrir þessu munu fordæmi og þess vegna held ég að ekkert sé hér óvenjulegt á ferðinni.