Skipan prestakalla og prófastsdæma
Þriðjudaginn 04. desember 1990


     Salome Þorkelsdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins taka undir orð hv. 2. þm. Norðurl. e. varðandi það frv. sem hann mælti hér fyrir og ítreka það að Alþingi geri hér bragarbót á því að ég tel að sú afgreiðsla sem varð á þessu máli á sl. vori hafi verið mistök sem við höfum óafvitandi átt þátt í að gerðust. Ég vil taka undir það sem hann sagði varðandi þann prest sem hér er um að ræða, þ.e. séra Auði Eir, að hún er sú kona sem ruddi brautina. Þeim fer fjölgandi má segja dag frá degi þeim konum sem nú vígjast til prests og það er ekki sóma okkar vegna hægt að standa að því að það verði komið í veg fyrir að þessi ágæti prestur geti haldið áfram störfum í sinni sókn.