Rannsókn kjörbréfa
Þriðjudaginn 04. desember 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Borist hefur svofellt bréf:
    ,,Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér bréf á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna sérstakra anna 1. og 2. varamanns taki 3. varamaður Alþb., Björn Valur Gíslason stýrimaður, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Árni Gunnarsson,

forseti Nd.``


    Þá hefur borist svofellt bréf:
    ,,Ég undirritaður, 1. varamaður Alþb. á Norðurl. e., get ekki tekið sæti á Alþingi að þessu sinni vegna utanferðar Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra. Ástæður þess eru sérstakar annir mínar um þessar mundir.
Virðingarfyllst,

Svanfríður Jónasdóttir.``


    Þá hefur einnig borist annað bréf:
    ,,Ég undirrituð, 2. varamaður Alþb. í Norðurl. e., hef ekki tök á að taka sæti á Alþingi vegna utanferðar Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra.
Akureyri 3/12 1990.

Sigríður Stefánsdóttir,

Vanabyggð 10 C, Akureyri.``


    Björn Valur Gíslason hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf hans skv. 4. gr. þingskapa. Gert verður hlé á fundinum í 5 mínútur á meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]