Stefán Valgeirsson :
    Virðulegi forseti. Það væri nú tilefni til þess að ræða þessi mál öðruvísi en í fyrirspurnatíma eins furðulega og að því hefur verið staðið. Og ég held að það væri nær fyrir hæstv. ríkisstjórn að gera ráðstafanir um heilbrigðiseftirlit. Það er ekki nóg að hafa í lögum og reglugerðum reglur sem er svo ekkert farið eftir.
    Ég veit það að hér er ekki hægt að ræða þetta efnislega. Maður má ekki segja nema nokkur orð en þetta tilboð er alveg furðulegt, enda kemur mér það ekkert á óvart. Hæstv. utanrrh. var einu sinni í landbn. með mér og ég á enn þá hans nál. og við tækifæri mun ég kannski lesa það hér upp til þess að upplýsa hvernig staðan var og staðan er frá hans hendi í þessum landbúnaðarmálum.