Jarðalög
Þriðjudaginn 11. desember 1990


     Jón Sæmundur Sigurjónsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég kem til að taka undir álit flm. þessa frv., hans beiðni um að þetta mál verði sent til allshn. Mér finnst það eðlilegt í ljósi þess að frv. snertir miklu meira en landbúnaðinn sjálfan. Þetta snertir einnig skipulagsmál sveitarfélaga og er þar af leiðandi miklu víðtækara en svo að það komi einungis landbúnaðarmálum við. Ég held að það sé því rétt ályktað hjá flm. að málinu sé vísað til allshn. en ekki landbn.