Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 12. desember 1990


     Guðrún J. Halldórsdóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil koma hér í stólinn til þess að styðja tillögu hv. 6. þm. Reykn. um afnám virðisaukaskatts af þessum öryggistækjum. Það er alveg tvímælalaust að ef afnám virðisaukaskatts af þessum tækjum getur orðið til þess að fækka slysunum mun þjóðin græða miklu meira á því en þær krónur sem kæmu í virðisaukasjóð fyrir þau. Það er ekki bara að við spörum okkur sjúkrahússkostnað og einhvern lækniskostnað, heldur erum við að tala hér um öryggistæki fyrir börnin sem eru framtíð þessarar þjóðar. Ég vil þar af leiðandi styðja þetta eindregið.