Launamál
Miðvikudaginn 12. desember 1990


     Þorsteinn Pálsson :
    Herra forseti. Ég tel að það sé forsenda fyrir því að þjóðinni takist að ná varanlegum árangri í baráttu gegn verðbólgu að sérhver ákvörðun sem miðar að því að ná því marki byggist á virðingu fyrir stjórnskipun landsins, lögum og rétti og almennum siðgæðisreglum.
    Það frv. sem hér liggur fyrir og óskað er staðfestingar á ber hins vegar vott um að öll vinnubrögð hæstv. ríkisstjórnar ganga í veigamiklum atriðum gegn þessum grundvallarviðhorfum. Fall þessa frv. þarf ekki að þýða að hér fari af stað ný verðbólgualda. Með hliðsjón af þessu segi ég nei.