Fjárlög 1991
Föstudaginn 14. desember 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Það hefur ekki verið stefna á Íslandi að byggja upp aðskilnað milli kynjanna á vinnustöðum og því verulegum vandkvæðum bundið ef breytt verður út af þeirri stefnu. Ekki verður séð að 50 millj. kr. skipti þar stóru. Það vekur undrun mína, ef á að taka upp þá stefnu, hvers vegna menn skipta þá ekki til helminga fjárveitingum til Byggðastofnunar milli karlmannsfyrirtækja og kvennafyrirtækja. Ég get ekki staðið að þessari tillögu en mér er ljóst að málefni Byggðastofnunar þurfa að koma hér inn við 3. umr. fjárlaga. Ég segi nei.